4 herb. íbúð á jarðhæð

  • {{img.alt}} {
    Opið hús 01.01.0001 00:00 - 00:00
    {{img.description}}

SALE

Verð: 25.000.000 

SÖLUVERÐ
25.000.000 
114 fm
4
Herbergi
3 Svefnherbergi
1 Stofur
1 Baðherbergi
Fjöldi hæða 3
Byggingarár 1980
Inngangur Sameiginlegur
Bílskúr Nei
Lyfta Nei
Fasteignamat 24.600.000 
Brunabótamat 34.550.000 

Höfðaberg fasteignasala s: 588-7925 kynnir:

Grundargarður 7 íb. 104, Húsavík

Góð 114 fm. og 4 herbergja og íbúð á 1.hæð í 3 hæða fjöleignarhúsi byggt 1980 úr steypu. Húsið er miðsvæðis og stutt í helstu grunnþjón. s.s. skóla. Íbúðin sjálf er skráð 107,3 fm. og geymsla í kjallara 6,7 fm.. Skv. eignaskiptayfirlýs. er hlutdeild í sameign sumra(stigahúsi) 21,01 % og í sameign allra 10,57 % og í heildarlóð nr. 150369 er hlutfallið 2,64 %. Lóðin er sameiginlegur 'reitur' 4 blokka.

Íbúðin skiptist í: Forstofu/hol, gang, stofu, eldhús, baðherbergi og 3 svefnherbergi. Gengið inní opna forstofu með fataskáp, baðherb. á hægri hönd og eldhúsið til vinstri, fyrir miðju er herb.gangur með 3 herb.. Stofa, svalir og eldhús er V megin. Herb. og baðherb. A-megin.

Gólfefni: Dúkar eru á gólfum nema á baðherb. en þar eru flísar.

Stofan er rúmgóð og með hurð út á V-svalir.

Eldhúsið er með góðum borðkrók, innréttingin er upprunaleg, stór, úr ljósum við og dökkar bekkplötur og flísalagt er á milli e. og n. skápa. Gert er ráð f. uppþv.vél í innréttingu.

Herbergi: 3 herb. (1 hjónaherb. og 2 barnaherb.) og öll með fataskáp. Einnig er fataskápur í forstofunni.

Baðherbergið er nýlegt (2018) og lítur vel út. Flísar á gólfi og 2 veggjum. Baðkar með sturtuhengi og glerskilrúmi, nett innrétting og upphengt klósett.

Geymsla íbúðarinnar er í kjallara og þar er sameiginleg hjóla/vagnageymsla.

Annað: Örstutt er í skóla og leikskóla og leiksvæði er nálægt húsinu og aðgengi er ágætt. Bílastæði með bundnu slitlagi er við blokkina.

Árið 2015-2016 voru yfirgripsmiklar framkvæmdir við húsið sem fólust m.a. í því að skipt var um alla glugga/gler/gluggakistur, í húsinu, svala- og úti-hurðir. Einnig var þá múrviðgerð og málun utanhúss og skipt um öll svalahandrið. Fyrir c.a. 8 árum var skipt um þakrennur, niðurföll og vindskeiðar á þakkanti. Að undanskildu baðherb. eru innréttingar, gólfefni, hurðir og lagnir að mestu upprunalegt. Baðherbergið er nýlegt. Eignaskiptayfirlýsing er til um húsið.

Kaupendur athugið - umsýslugjald sem kaupendur greiða, verði af kaupum, til Höfðabergs ehf., er 43.400kr. með virðisaukaskatti.

{{type.name}}

{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}

Götusýn er ekki í boði á þessum stað