4 herb. einbýlishús

  • {{img.alt}} {
    Opið hús 01.01.0001 00:00 - 00:00
    {{img.description}}

SALE

Verð: 35.000.000 

SÖLUVERÐ
35.000.000 
146 fm
4
Herbergi
3 Svefnherbergi
1 Stofur
1 Baðherbergi
Fjöldi hæða 2
Byggingarár 1924
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei
Lyfta Nei
Fasteignamat 26.550.000 
Brunabótamat 49.100.000 
Höfðaberg fasteignasala s: 588-7925 kynnir:
Garðarsbraut 34 (Svalbarð), Húsavík
Mikið endurbætt einbýlishús.

Einbýli skráð 145,8fm, byggt úr steypu og timbri og er byggingarár 1924. Húsið var stækkað í kringum árið 1946.   2011-2012 var ráðist í miklar endurbætur að utan og innan. Kjallari er undir öllu húsinu og þar er sérinngangur. Þakið er valmaþak, klætt með stölluðu þakjárni og gluggar úr timbri og PVC. Lóðin er skráð 515fm. og liggur húsið að aðalgötu, miðsvæðis í bænum. Aðalinngangurinn er S-megin og annar inngangur er V-megin inn í forstofu nh.. Fallegur timburstigi er innandyra á milli hæða, úr forstofu nh.. Timburgólf er á milli hæða. Á hæðinni er forstofa, eldhús/stofa og 2 svefnherbergi og stigapallur. Á neðri hæð er forstofa, baðherbergi, herbergi, lagnarými og geymsla. Gert er ráð fyrir þvottavél á baðherberginu. Helstu endurbætur: 2011-2012 var
húsið og lóð endurskipulagt og innréttað allt upp á nýtt. 2012 var sett einangrun og múrkerfi utan á húsið og húsið steinað.
Klætt var innan á alla veggi, loft og gólf. Öll gólfefni voru endurnýjuð, parkett er á allri hæðinni nema á forstofu eh. en þar eru flísar. Flísar
eru á herbergi nh. og á baðherbergi gólf/veggir. Allar raflagnir, neyslu-, hita- og affalslagnir voru endurnýjaðar og drenað kringum
húsið. Skipt var um jarðveg í lóðinni, þökulagt upp á nýtt og malarbílastæði
útbúið við hús. Þakjárn er c.a 16-17 ára, gluggar endurbættir og skipt var um gler í öllum gluggum. Aukið var við einangrun í
þaki 2012 og loftun útbúin. Stéttar eru nýlegar við báða innganga svo og þakkantur, rennur og niðurföll.

Kaupendur athugið - umsýslugjald sem kaupendur greiða, verði af kaupum, til Höfðabergs ehf., er 
43.400kr. með virðisaukaskatti.

{{type.name}}

{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}

Götusýn er ekki í boði á þessum stað